Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
'Actaea'
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Samheiti
(N. × poeticus) 'Actaea'
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Hreinhvítur, ljósgul hjákróna.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
um 40 sm
Vaxtarlag
Oftast 1 blóma á stilk. Blómhlífarblöð hrein hvít, hjákróna yfirleitt disklaga með græna eða gula miðju og rauða jaðra.
Lýsing
Blómin stór, blómhlífarblöðin breið, hreinhvít, hjákróna lítil, grunn, ljósgul, jaðrar hennar skarlatsrauðir, græn slikja er neðst við grunn hjákrónunnar. Minnir á N. radiiflorus.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
Upplýsingar RHS og af netinu: Van Engelen Inc.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í beðkanta.
Reynsla
Mjög falleg, þrífst vel, um 10 ára plöntur eru til í Lystigarðinum (2011).