Þýfð fjölær jurta sem myndar breiðu um 10 sm hár. Stönglar greinóttir, greinar allt að 15 sm, uppréttir eða uppsveigðir. Grunnlauf allt að 7 x 1 sm, spaðalaga, dúnhærð. Stöngullauf allt að 2 sm, aflöng, bogadregin.
Lýsing
Blómin hvít til sítrónugul, með stutta blómleggií þéttum koll-líkum skúf. Bikar allt að 3 mm, hárlaus innan, með aðlæga dúnhæringu á ytra borði, með ögn af krókhárum. Krónan allt að 4 mm í þvermál, krónupípan allt að 5 mm, sívöl, flipar bogadregnir. Smáhnetur allt að 2 x 1 mm, aflangar.