Myosotis traversii

Ættkvísl
Myosotis
Nafn
traversii
Íslenskt nafn
Kollmunablóm
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til sítrónugulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Þýfð fjölær jurta sem myndar breiðu um 10 sm hár. Stönglar greinóttir, greinar allt að 15 sm, uppréttir eða uppsveigðir. Grunnlauf allt að 7 x 1 sm, spaðalaga, dúnhærð. Stöngullauf allt að 2 sm, aflöng, bogadregin.
Lýsing
Blómin hvít til sítrónugul, með stutta blómleggií þéttum koll-líkum skúf. Bikar allt að 3 mm, hárlaus innan, með aðlæga dúnhæringu á ytra borði, með ögn af krókhárum. Krónan allt að 4 mm í þvermál, krónupípan allt að 5 mm, sívöl, flipar bogadregnir. Smáhnetur allt að 2 x 1 mm, aflangar.
Uppruni
Nýja Sjáland (fjöll).
Harka
8
Heimildir
1. encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plant/Myosotis/traverti
Fjölgun
Auðveldast með sáningu að vori.
Notkun/nytjar
í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Hefur lifað 3 vetur úti í garði Hveragerði (H.Sig.) en annars lítt reynd hérlendis. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.