Lágvaxin fremur grönn jurt með stutt hár. Stöngull oft með eitt par af gagnstæðum laufum. Stöngullinn með útstæð hár neðantil og aðlæg hár ofar.
Lýsing
Blómin örsmá (1-2 mm í þvermál), fölgul til rjómalit í fyrsti en verða bleikfjólublá eða blá með aldrinum. Krónublöðin ekki sýld. Bikar þakinn krókbognum hárum. Bikar lengri en leggurinn þegar fræin eru þroskuð (líka þau blóm sem eru neðst í axinu).