Fjölær jurt með dökka, skriðula jarðstöngla. Stönglar uppsveigðir-uppréttir, greinóttir, hár útstæð. Söngullaufin stakstæð, legglaus. Blaðkan lensulaga-mjó öfugegglaga, heilrend, hærð. Grunnlauf með legg, leggurinn með væng.
Lýsing
Blómin flöt, 8 mm breið. Krónan er safírblá, samkrýnd, hjóllaga, 5-flipótt, trektin lengri en bikarinn, trektginið með útstæð hár. Blómleggurinn lengri en bikarinn, sem er klofinn niður fyrir miðju. Bikarinn samkrýndur, 5-flipóttur fliparnir ná um 1/2 leið niður, flipar mjó-þríhyrndir, hár bein í oddinn, þétt þornhár við grunninn, mörg, útstæð, um 0,4 mm löng krókhár. Bikar 4-5 mm langur við aldinþroskann, opinn, frævurnar detta auðveldlega af. Fræflar 5, frjóþræðir samvaxnir krónupípunni. Frævur samvaxnar með einn legg. Blómskipun í sikksakk skúf sem verður klasi. Blómin oftast ekki með stoðblöð. Blómleggir hærðir, 2 x lengri en bikarinn að blómgun lokinni.