Muscari latifolium

Ættkvísl
Muscari
Nafn
latifolium
Íslenskt nafn
Svartperlulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Djúpfjólublásvartur.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Vaxtarlag
Lauf stakt (sjaldan tvö saman), upprétt, breið-öfuglensulaga, 7-10 x 1-3 sm, langydd og oft hettulaga.
Lýsing
Klasi þéttblóma í fyrstu en verður gisnari. Frjó blóm aflöng-krukkulaga, mjög mikið samandregin efst og með greinilegar 'axlir'. 5-6mm löng, djúpfjólublásvört, flipar eins á lit, aftursveigðir.
Uppruni
S & V Tyrkland.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á um 8 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinu eru til fjórar plöntur, til tveggja þeirra var sáð 1989 og þær gróðursettar í beð 1992, báðar þrífast vel. Aðrar tvær eru líka til sem komu sem laukar úr blómabúð, önnur 2000 og hin 2002, báðar gróðursettar í beð sama ár og þrífast vel.