Muscari botryoides

Ættkvísl
Muscari
Nafn
botryoides
Íslenskt nafn
Perlulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Himinblár, sjaldan hvítur,
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
15 sm
Vaxtarlag
Lauf 5-25 x 0,5-1,3 sm,2-4, upprétt, spaðalaga, oft langrákótt á efra borði, oddur dregst snögglega saman, hettulaga eða mjókka smám saman.
Lýsing
Blóm í þéttum klasa í fyrstu, seinna strjálblóma og sívalur. Frjó blóm 2,5 mm, næstum hnöttótt, himinblá, sjaldan hvít, flipar hvítir.
Uppruni
M & SA Evrópa
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 8-10 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Harðgerð planta og auðræktuð. Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 1995, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru til svo sem 'Album' með hreinhvít blóm og sætan ilm, 'Caeruleum' með skærblá blóm og 'Carneum' með (bleik) lifrauð blóm.