Lauf 2 eða 3, upprétt eða útstæð, mjó-öfuglensulaga, 6-20 sm x 3-15 mm, oft nokkuð hettulaga í oddinn. Efra borð ljóst og bláleitt.
Lýsing
Klasi þéttblóma, egglaga, 1,5-3 sm. Frjó blóm fjöllulaga, ekki samandregin, 4-5 mm, föl- eða skærblá, hver flipi með dekkri rák eða (stöku sinnum) allur hvítur. Flipar annars með sama lit og krónupípan. Ófrjó blóm fá, minni og ljósari en þau frjóu.
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á um 8 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem eru komnar upp af fræi, til einnar var sáð 1989 og hún gróðursett í beð 1992, til annarrar var sáð 1992 og hún gróðursett í beð 1994, báðar þrífast vel. Til hinnar þriðju var sáð 2006, er enn í sólreit.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Album' er með hreinhvít blóm. 'Amphibolis' er með föl blá blóm, blóm stærri, blómstrar fyrr.