Lauf 2 (sjaldan 3-4) upprétt-útstæð, sigðlaga, oft samhverf, spaðalaga (stundum mjóspaðalaga), 5-20 sm x 2-15 mm. Efra borð fölgrænt, bláleitt, oddur hettulaga.
Lýsing
Klasar þéttblóma, egglaga eða sívalur. Frjóu blómin næstum hnöttótt eða öfugegglaga, 3-5 x 2,3-5 mm, skær himinblá, sjaldan hvít, flipar fölblárri eða hvítir. Ófrjóu blómin stærri eða minni, ljósari, jafn mörg og þau frjóu eða færri.
Uppruni
Tyrkland (Persía).
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á um 8 sm dýpi (fjölgar sér hægt).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi, í þyrpingar.
Reynsla
Til er í Lystigarðinum planta sem kom sem laukur 2001 þrífst vel. Harðgerð planta, lítt reynd hérlendis, ágæt til afskurðar.
Útbreiðsla
M. aucheri sem er í ræktun er oft eftirsóknarverða afbrigðið sem var þekkt sem M. tunbergianum, sem er með áberandi skúf af ófrjóum blómum (sem eru ljósari en þau frjóu) í efri hluta klasans.