Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 8-10 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blómaengi, sem undirgróður, í þyrpingar.
Reynsla
Í lystigarðinum eru til 2 plöntur sem komu í garðinn 1989, önnur sem laukur úr blómabúð, hin kom upp af fræi. Þriðja plantan kom upp af lauk úr blómabúð 2002 og sú fjórða upp af lauk úr blómabúð 2003, allar þrífast vel. 20030513