Muscari armeniacum

Ættkvísl
Muscari
Nafn
armeniacum
Yrki form
'Blue Spike'
Íslenskt nafn
Demantsperlulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
-15 sm
Vaxtarlag
Kröftugt yrki, allt að 15 sm hátt.
Lýsing
Blómskipunin greinótt, blómin stór, ofkrýnd, blómrík, daufblá.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 8-10 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blómaengi, sem undirgróður, í þyrpingar.
Reynsla
Í lystigarðinum eru til 2 plöntur sem komu í garðinn 1989, önnur sem laukur úr blómabúð, hin kom upp af fræi. Þriðja plantan kom upp af lauk úr blómabúð 2002 og sú fjórða upp af lauk úr blómabúð 2003, allar þrífast vel. 20030513