Einær planta sem stundum lifir lengur, allt að 40 sm há.
Lýsing
Grunnlauf oftast mörg, tígullaga-egglaga til lensulaga, laufleggir 2-3 x lengd blöðkunnar, sum verða þykk og safamikil við grunninn, með æxlikorn í blaðöxlunum. Stöngullauf 2, gagnstæð, legglaus eða með stuttan legg. Blómin hvít til bleik, í margblóma, endastæðum klasa allt að 30 sm.
Uppruni
N Ameríka, Alaska, Síbería
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, sem þekja, í beð.
Reynsla
Harðgerð, blöðin má nota til matar ýmist soðin eða hrá. Þrífst vel en sáir sér allnokkuð og getur orðið hálfgert illgresi í beðum. Heldur sér við með sáningu.