Mimulus ringens

Ættkvísl
Mimulus
Nafn
ringens
Íslenskt nafn
Fjólutrúður
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fjólublár, (bleikur eða hvítur).
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, hárlaus. Stönglar allt að 100 sm háir, greinalausir eða greindir ofantil, ferhyrndir eða með mjög mjóa vængi.
Lýsing
Lauf 5-10 sm, lensulaga til mjó-aflöng eða öfuglensulaga, hvassydd eða odddregin, mjókka að grunni eða eru bogadregin við grunninn, legglaus og greipfætt, jaðrar óljóst bogtenntir, minnka eftir því sem ofar dregur, þau efstu næstum bara eins og stoðblöð á sumum eintökum. Blómleggir stakir í efstu blaðöxlunum, beinast út á við, eru uppréttir eða uppsveigðir við fullan þroska, 2-4 sm, engin stoðblöð. Bikar 10-15 mm, flipar stuttir, breið-egglaga til hálfkringlótt við grunninn, mjókka snögglega í hálfbandlaga odd. Króna 25-30 mm, fjólublá, sjaldan bleik eða hvít, ginið mjótt.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Hefur verið í Lystigarðinum af og til, oft skammlífur.