Fjölær jurt, mjög breytileg, myndar mörg form, 10-80 sm há. Stönglar uppréttir eða útafliggjandi.
Lýsing
Blómin 20-40 mm löng, pípulaga. Fjölæru plönturnar dreifa sér með skriðulum renglum. Myndar rætur á liðum stönglanna. Stundum smávaxin, getur verið hárlaus eða með dálítið af hárum. Laufin gagnstæð, bogadregin til oddbaugótt, oftast gróf- og óreglulega tennt eða flipótt. Skærgul, í klösum, sem oftast eru með 5 eða fleiri blóm. Bikarinn með 5 flipa sem eru miklu styttri en blómið. Hvert blóm er tvíhliða og er með tvær varir. Efri vörin er oftast með 2 flipa, sú neðri með þrjá. Neðri vörin getur verið með einn stóran til marga litla rauða til rauðbrúna bletti. Hærð í gininu.