Mimulus guttatus

Ættkvísl
Mimulus
Nafn
guttatus
Íslenskt nafn
Apablóm
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Samheiti
Réttara: Erythranthe guttata
Lífsform
Einær-tvíær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, mjög breytileg, myndar mörg form, 10-80 sm há. Stönglar uppréttir eða útafliggjandi.
Lýsing
Blómin 20-40 mm löng, pípulaga. Fjölæru plönturnar dreifa sér með skriðulum renglum. Myndar rætur á liðum stönglanna. Stundum smávaxin, getur verið hárlaus eða með dálítið af hárum. Laufin gagnstæð, bogadregin til oddbaugótt, oftast gróf- og óreglulega tennt eða flipótt. Skærgul, í klösum, sem oftast eru með 5 eða fleiri blóm. Bikarinn með 5 flipa sem eru miklu styttri en blómið. Hvert blóm er tvíhliða og er með tvær varir. Efri vörin er oftast með 2 flipa, sú neðri með þrjá. Neðri vörin getur verið með einn stóran til marga litla rauða til rauðbrúna bletti. Hærð í gininu.
Uppruni
N Ameríka (Mexíkó - Alaska).
Harka
6
Heimildir
= 1, https://en.wikipedia.org/wiki/Erythranthe_guttata#Description
Fjölgun
Skipting að vori, sáning, (getur sáð sér nokkuð út), græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í kanta, í breiður, í hleðslur.
Reynsla
Harðgert, getur orðið hálfgert illgresi við bestu skilyrði í hálfskugga og rökum jarðvegi (H. Sig.).