Jarðlægur, mjög smá- og þéttgreindur runni, myndar mottu með árunum, getur þakið fermeter eða meira
Lýsing
Runni, tvíbýli. Ársprotar ferkantaðir, flatir og stuttir. Allt barr hreisturkennt, hliðanálar breiðar, strendar, með áberandi kirtil, dálítið kúpt, oddar innsveigðir. Könglar eru láréttir á stuttum ársprotum, keilulaga 3× 6 mm og með 2-4 köngulhreistur, leður- eða trékennd. þar af aðeins eitt þeirra frjótt og með einu fræi. Fræ upprétt, sporvala, ekki með væng, en með stóran kvoðukirtil. Runninn er varla meira en 30 sm hár, en allt að 1,5 m breiður og mjög mikið greindur. Endar ársprota er meira eða minna slútandi. Barr er mjög smátt, yfirleitt þríhyrnt, af og til líka nállaga, gulgrænar á sumrin, dálítið brúnleit á veturna eins og hjá Thuja.
Uppruni
SA Síbería
Harka
3
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sumargræðlingar, rótarskot.
Notkun/nytjar
Steinhæðir, brekkur, þekju, beð.
Reynsla
Til er ein planta frá 1995, kelur af og til, en stækkar og breiðir úr sér. Dauð 2014.
Yrki og undirteg.
Einhver yrki eru í ræktun erlendis en þau hafa ekki verið reynd hér enn sem komið er.