Fjölær jurt, allt að 30 sm há. Grunnlauf allt að 10 x 3 sm, oddbaugótt til öfuglensulaga, hárlaus eða með stutt dúnhár bæði ofan og neðan, með legg. Stöngullauf allt að 7 x 2,5 sm, egglaga til bandlaga, legglaus eða leggstutt.
Lýsing
Blóm upprétt eða hangandi. Bikar allt að 6 mm, flipar band-lensulaga til egglaga, yddir eða snubbóttir, hárlausir til dúnhærðir. Króna djúp eða ljósblápurpura eða hvít. Krónupípa allt að 9 mm, þétt dúnhærð innan. Krónutunga allt að 9 mm, hárlaus eða dúnhærð. Smáhnetur allt að 3 mm, smáhnúðóttar, hrukkóttar.