Mertensia viridis

Ættkvísl
Mertensia
Nafn
viridis
Íslenskt nafn
Dúnblálilja*
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Djúp- eða ljósblápurpura eða hvít.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 30 sm há. Grunnlauf allt að 10 x 3 sm, oddbaugótt til öfuglensulaga, hárlaus eða með stutt dúnhár bæði ofan og neðan, með legg. Stöngullauf allt að 7 x 2,5 sm, egglaga til bandlaga, legglaus eða leggstutt.
Lýsing
Blóm upprétt eða hangandi. Bikar allt að 6 mm, flipar band-lensulaga til egglaga, yddir eða snubbóttir, hárlausir til dúnhærðir. Króna djúp eða ljósblápurpura eða hvít. Krónupípa allt að 9 mm, þétt dúnhærð innan. Krónutunga allt að 9 mm, hárlaus eða dúnhærð. Smáhnetur allt að 3 mm, smáhnúðóttar, hrukkóttar.
Uppruni
N-Ameríka (Klettafjöll).
Harka
3
Heimildir
= 1, Books.google.is/books?id=81-9XHU9qi4C&pg=PA147&Ipg=PA147&dq=mertensia+viridis*cultivation&source
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Ein planta er í Lystigarðinum sem sáð var til 1996 og gróðursett í beð 1998, þrífst vel.