Ef til réttara nafn: Steenhammera pterocarpa Turcz.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-40 sm
Vaxtarlag
Stönglar eru uppréttir, 15-40 sm, stundum dálítið greinóttir efst, með gisna blómskipun.
Lýsing
Laufin blágræn, 2,5-5 sm löng, breið-egglaga, með áberand æðastrengi, hærð ofan en hárlaus neðan. Blómin blá eða purpura, krónan 1-1,5 sm löng, flipar stuttir og ögn útstæðir í oddinn. Ein besta tegundin í steinhæðir.