Stönglar allt að 30 sm háir, uppréttir eða uppsveigðir.
Lýsing
Laufin stinnhærð á efra borði, hárlaus neðan, grunnlauf allt að 8 x 2 sm, mjó oddbaugótt-aflöng til aflöng eða spaðalaga, snubbótt. Stöngullauf allt að 8 x 1,5 sm, oddbaugótt-aflöng til bandlaga, legglaus eða næstum legglaus. Blómskipunin þéttblóma, blómleggir verða að að lokum 1 sm langir, hárlausir til stinnhærðir. Bikar allt að 7 mm, flipar egglaga-þríhyrndir til bandlaga, yddir, randhærðir. Krónan blá, krónupípan allt að 12 mm, hárlaus innan, krónutunga allt að 7 mm, ginleppar áberandi, hárlaus til smádúnhærð. Frjóþræðir allt að 4 mm, frjóhnappar allt að 2 mm, aflangir. Fræ(hnetur) allt að 4 mm, hrukkóttar.