Myndar þéttar breiður, nokkuð skriðul. Stönglar allt að 30 sm, uppréttir, stundum útafliggjandi, mjúkhærðir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 9 x 2,5 sm, lensulaga eða egglaga til oddbaugótt-lensulaga, með legg, hærð. Stöngullauf næstum legglaus.Blómskipun allt að 13 sm, fjölblóma. Blómleggir allt að 5 mm. Bikar allt að 4 mm, flipar hærðir. Króna allt að 7 mm, djúpblá til blápurpura, flipar uppréttir, ginlappar mjög smáir. Stíll að 1,5 sm. Fræ(hnetur) allt að 2,5 mm, venjulega hvítar, sléttar.
Uppruni
Pakistan, Kashmír, SV Kína.
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að vori, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í E3 frá 1993. Öll plantan meira og minna blámenguð er líða fer á sumarið.