Mertensia ciliata

Ættkvísl
Mertensia
Nafn
ciliata
Íslenskt nafn
Kögurblálilja
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærblár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
50-120 sm
Vaxtarlag
Stönglar 10-120 sm háir, uppréttir eða uppsveigðir.
Lýsing
Lauf randhærð, oft með nabba á efra borði. Grunnlauf 15 x 10 sm, egglaga til aflöng til aflöng, grunnur hálf-hjartalaga. Stöngullauf lensulaga til egglaga, snubbótt eða langydd, mjókka að grunni til hálshjartalaga, legglaus eða næstum legglaus. Blómskipunin axlastæð, lengist með aldrinum. Bikar flipóttur allt að 3 mm, flipar sljóyddir eða snubbóttir, jaðrar randhærðir eða nöbbóttir, hárlaus utan, stinnhærð innan. Krónan skærblá , allt að 8 mm, hárlaus innan eða hrokkin-dúnhærð, hreistur áberandi, hárlaus til dúnhærð eða nöbbótt. Frjóhnappar allt að 2,5 mm. Smáhnetur hrukkóttar.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning, græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Í E3, gömul í ræktun. Þarf uppbindingu eða stuðning.