Lauf 5-9 x 1,5-3 sm, lensulaga eða lensu-egglaga, slétt eða hrukkótt, sagtennt með reglulegar tennur, hárlaus til þétthærð, legglaus eða því sem næst, hvassydd. Blómskipunin endastæð, í endastæðu sívölu axi, 3-6 sm löng, bikar 1-3 mm, bjöllulaga, hárlaus eða hærð, tennur misstórar. Króna lilla, bleik eða hvít. Smáhnotir netæðóttar hjá hærðum plöntum, sléttar hjá hárlausum plöntum.'Crispa': Laufin mjög hrokkin á jöðrunum.