Mentha spicata

Ættkvísl
Mentha
Nafn
spicata
Yrki form
'Crispa'
Íslenskt nafn
Hrokkinmynta
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Lilla, bleikur, hvítur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
30-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 30-100 sm.
Lýsing
Lauf 5-9 x 1,5-3 sm, lensulaga eða lensu-egglaga, slétt eða hrukkótt, sagtennt með reglulegar tennur, hárlaus til þétthærð, legglaus eða því sem næst, hvassydd. Blómskipunin endastæð, í endastæðu sívölu axi, 3-6 sm löng, bikar 1-3 mm, bjöllulaga, hárlaus eða hærð, tennur misstórar. Króna lilla, bleik eða hvít. Smáhnotir netæðóttar hjá hærðum plöntum, sléttar hjá hárlausum plöntum.'Crispa': Laufin mjög hrokkin á jöðrunum.
Uppruni
Yrki.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Matjurt, kryddjurt.
Reynsla
Lifir best við hlýjan vegg, annars skammlíf.