Skriðul, fjölær jurt, 40-120 sm há, með sterka lykt. Stönglar lóhærðir, sjaldan næstum hárlausir.
Lýsing
Laufin legglaus, sjaldan með legg, bandlaga, bandlensulaga til aflöng-oddbaugótt, hvassydd, jaðar hvass sagtenntur, óreglulega, slétt eða ögn hrukkótt á efra borði, græn til grá-lóhærð, sjaldan hvít-lóhærð neðan. Blómin í krönsum, blómin þétt og mörg, myndar mjókkandi oft margreint ax. Bikar 1-3 mm, mjó-bjöllulaga, hærður. Króna hvít, lilla eða ljósgráfjólublá, 3-5 mm. Smáhotir rauðbrúnar, netæðóttar.
Uppruni
Evrópa, Asía, S Afríka
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Hefur reynst vel í Lystigarðinum og skríður, en ekki svo ami sé af.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki og undirtegundir skráð í RHS en þau hafa ekki verið reynd í garðinum.