Melica altissima

Ættkvísl
Melica
Nafn
altissima
Yrki form
'Atropurpurea'
Höf.
hort.
Íslenskt nafn
Skógax
Ætt
Grasaætt (Poaceae).
Lífsform
Fjölært gras.
Kjörlendi
Sól eða dálítill skuggi.
Blómalitur
Ljóspurpura.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 150 sm
Vaxtarlag
Allt að 150 sm hátt fjölært gras.
Lýsing
Með skriðula jarðstöngla. Laufblaðkan hvassydd, allt að 22,5 x 1 sm, snörp, slíðurhimna allt að 5 mm. Puntur uppréttur, stinnur,þéttur, slitróttur við grunninn, allt að 25 x 2,5 sm, smáöx aflöng, allt að 1 sm, frjó blóm 2, neðri blómögn á frjóum blómum hvassydd, fín örðótt.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð með trjám og runnum.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.