Föl blápurpura-blár eða ljósfjólublár, sjaldan hvítur
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
23-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 30 sm. Stönglar uppréttir til uppsveigðir, þétt þaktir dauðu laufi og þornárum við grunninn.
Lýsing
Laufin allt að 25 x 3 sm, gullin eða ryðlit og þornhærð, í grunnblaða hvirfingum, öfugegglaga til mjó öfuglensulaga, hvassydd eða snubbótt, með 3-5 lang-rif. Blómin stök, hangandi 3 rifjum, blómskipunarstilkum með aftursveigð þornhár. Krónublöð 4, stöku sinnum 6, öfugegglaga eða kringlótt, bogadregin í oddinn, allt að 3 x 3 sm, föl blápurpura-blá eða ljósfjólublá, sjaldan hvít. Frjóhnappar fölgulir eða gulbrúnir. Aldin upprétt, oddvala eða aflöng-oddvala, opnast með 3-6 topplokum.