Skammlíf, fjölær planta, allt að 200 sm há. Stönglar greinóttir.
Lýsing
Grunnlaufin í þéttum hvirfingum, fjaðurflipótt, langhærð til þornhærð, flipar lensulaga, aflöng eða tígullaga, hvassydd til bogadregin í oddinn, flipótt eða heilrend, efri stöngullauf legglaus, greipfætt. Blómin stök á axlastæðum blómleggjum í öxlum efri stöngullaufa og í 2-6 blóma klösum. Krónublöð 4, egglaga til hálfkringlótt, allt að 5 x 5 sm, gul, frjóþræðir fölgulir, frjóhnappar appelsínugulir, fræni 6-12 flipótt, purpura. Aldin oddvala-aflöng, stjarnhærð, opnast með 6-12 topplokum.
Uppruni
A Nepal - NA Assam
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Hefur verið af og til í Lystigarðinum, er skammlíf.