Meconopsis napaulensis

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
napaulensis
Íslenskt nafn
Silkiblásól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður, purpura eða blár, sjaldan hvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100-150 sm, allt að 260 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 260 sm há. Stönglar greinóttir.
Lýsing
Grunnlauf í þéttum hvirfingum, fjaðurflipótt, allt að 50 x 10 sm, flipar fjaðurflipóttir, þornhærðir, flipar bogadregnir eða hvassyddir, neðri stöngullauf með stuttan legg, efri stöngullauf legglaus, lensulaga, heilrend eða fjaðurskert, fleyglaga til eyrð við grunninn. Blómin hangandi, í greinóttum skúf, allt að 17 blóma, blómleggir lítið eitt þornhærð, allt að 7,5 sm. Krónublöð 4, öfugegglaga til hálfkringlótt, allt 4 x 3 sm, rauð til purpura eða blá, sjaldan hvít. Frjóhnappar appelsínugulir. Aldin oddvala-aflöng, þétt þakin aðlægum þornhárum, opnast með 5-8 topplokum.
Uppruni
M Nepal - SV Kína.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Hefur verið af og til í Lystigarðinum. Deyr að blómgun lokinni.
Yrki og undirteg.
'Alba' - með hvít blóm