Meconopsis integrifolia

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
integrifolia
Íslenskt nafn
Tíbetblásól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt - skammlíf.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur (hvítur).
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
80-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær, skammlíf jurt, allt að 90 sm há, þakin með dúnhárum, appelsínurauðum hárum. Stönglar gáróttir, þétt hærðir.
Lýsing
Grunnlauf í þéttum hvirfingum, heilrend, öfuglensulaga til öfugegglaga eða mæstum bandlaga, mjókka að grunni, hvassydd eða snubbótt í oddinn, allt að 37,5 x 5 sm, þétt hærð. Blaðleggur breið-bandlaga, efri stöngullauf næstum legglaus, mjó oddbaugótt til bandlaga, efstu stöngullaufin í falskransi. Blómin 4-5, stök á axlastæðum leggjum allt að 45 sm, sjaldan á ógreindum grunnblómskipunarlegg. Krónulöð 6-8, næstum kringlótt eða öfugegglaga, allt að 3 x 3 sm, gul eða sjaldan hvít. Frjóhnappar appelsínugulir eða gulir, verða svartir. Aldin sporvala-aflöng, opnast neð 4-9 lokum eftir 1/3 af lengdinni.
Uppruni
Tíbet, Burma, V Kína.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Hefur verið af og til í Lystigarðinum, skammlíf, deyr að blómgun lokinni.