Meconopsis horridula

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
horridula
Íslenskt nafn
Þyrniblásól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Tvíær jurt eða skammlíf fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Kóbaltblár, fjólublár, hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-80 sm
Vaxtarlag
Skammlíf fjölær jurt, allt að 80 sm há. Stönglar þornhærðir með langæan lauflegg við grunninn.
Lýsing
Lauf í blaðhvirfingum og neðstu stöngullauf oddbaugótt til mjó öfugegglaga, snögg- og hvassydd, mjókka hægt að leggnum við grunninn, heilrend eða bugðótt, allt að 25 x 3 sm, grágræn með purpura eða gula þyrnihár yfir alla blöðkuna, efstu laufin legglaus, þau allra efstu mjög smá. Blómin 1-2, álút, á axlastæðum blómleggjum allt að 22,5 sm, þakin þéttum þyrnóttum þyrnihárum. Krónublöðin 4-8, egglaga til næstum kringlótt, með smáar tennur við oddinn, 4 x 3 sm, kóbaltblá til fjólublá eða hvít. Frjóhnappar gulbrúnir, verða dökkgráir. Aldin sporvala-aflöng eað hálfhnöttótt, þakin þéttum útstæðum, þétt aðlægum þornhárum, opnast með 4-9 topplokum.
Uppruni
Himalaja - V Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Taka til handargagns sjálfsánar plöntur, safna fræi og sá því.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð, þrífst vel á Akureyri. Hefur verið af og til í Lystigarðinum.