Fjölær, upprétt jurt, allt að 100 sm há, stönglar greinóttir, mjúkhærð, með útstæð, ógreind hár.
Lýsing
Grunnlauf nýrlaga, grunn 3-flipótt, efri laufin djúpskipt, 3-, 5-, eða 7-flipótt, fliparnir fjaðurskertir eða tví-fjaðurskiptir. Blómin 2,5-5 sm í þvermál, axlastæð, með granna blómleggi. krónublöð 2-3 sm breið, hvít eða bleik. Klofaldin hært, hvítdúnhært. Neðri mynd af Malva moschata 'Alba'
Uppruni
M & S Evrópa, NV Afríka.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar (í góðu skjóli).
Reynsla
Meðalharðgerð-harðgerð, víða til í görðum, stundum skammlíf.