Malus sieversii

Ættkvísl
Malus
Nafn
sieversii
Íslenskt nafn
Kasakstanepli
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Kjörlendi
Sól (eða hálfskuggi en þá verður uppskeran ekki eins góð).
Blómalitur
Bleikur
Blómgunartími
Vor-snemmsumars.
Hæð
- 8 m erlendis.
Vaxtarlag
Lauffellandi tré sem verður allt að 8 m hátt í heimkynnum sínum. Blómin eru tvíkynja og eru frævuð af skordýrum. Tegundin er í útrýmingarhættu vegna takmarkaðrar útbreiðslu og mikillar notkunar.
Lýsing
Lauffellandi tré 2-10(-14) m hátt, smágreinar dökk grá-rauðar þegar þær eru orðnar gamlar, sívalar, stuttar, kröftugar, smádúnhærðar meðan þær eru ungar, ögn bogsveigðar, verða hárlausar með aldrinum. Brum dökkrauð, eggvala, langhærð á hliðinni sem snýr frá greininni. Axlablöð skammæ, lensulaga, 3-5 mm, himnukennd, hvítrandhærð, langydd. Laufleggur 1,2-3,5 sm langur, ögn hærðir. Blaðkan egglaga eða breið-oddbaugótt, sjaldan öfugegglaga, 6-11 × 3-5,5 sm, þétt og langhærð á neðra borði meðan þau eru ung, lítið eitt hærð þegar þau eru orðin gömul, ögn hærð á æðasrengjunum. Grunnur fleyglaga, sjaldan bogadreginn, jaðrar með snubbóttar sagtennur, hvassydd í oddinn. Blómskipunin hálfsveipur líkur sveip, 4-6 sm í þvermál, 3-6 blóma. Stoðblöð skammæ, lensulaga, himnukennd, jaðrar kirtilsagtenntir þegar þau eru ung, langydd. Blombotn bjöllulaga, lóhærður utan, Bikarblöð breiðlensulaga eða þríhyrnd-lensulaga, um 6 mm, lengri en blómbotninn, lóhærð báðu megin, heilrend, langydd. Krónublöð bleikleit, rósbleik í knúbbinn, öfugegglaga, 1,5-2 sm, bogadregin í oddinn, grunnur með stutta nögl. Fræflar 20, mislangir, um hálf lengd krónublaðanna. Eggleg 5-hólfa með 2 egg í hverju. Stílar 5 jafnlangir eða ögn lengri en fræflarnir, hvítlóhærðir neðst. Eplin gulgræn með rauða slikju, hnöttótt eða íflöt-hnöttótt. 3-4,5(-7) sm í þvermal. Aldinleggur 3,5-4 sm, hvítlóhærður. Bikarblöð langæ langæ og aftursveigð. Með holrúm efst.
Uppruni
M Asía- vestur Tíbet til Kasakstans og Rússlands.
Heimildir
www//eFloras.org flora of China, http://nbarnett2.wordpress.com, http://nbarnett2.wordpress.com, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning. --- Fræi er best að sá að haustinu um leið og það er þroskað, geymið sáninguna í sólreit, það spírar oftast síðvetrar. Fræ sem hefur verið geymt þarf það að fá kuldameðferð í rökum mosa eða sandi í 3 mánuði við um 1°C og það ætti að sá því í sólreit strax við fáum fræðið í hendur. Það er óvíst að það spíri fyrr en eftir 12 mánuði eða meir. Dreifplantið hverri kímplöntu í sér pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla. Plönturnar eru hafðar í pottum í sólreit þangað til síðla vors næsta ár, gróðursettar í beð þegar þær eru orðnar nógu stórar, skýlt fyrstu árin.
Notkun/nytjar
Í raðir, í beð, stök tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2004, í uppeldi 2011.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Foreldri ræktaðra epla, stórra bragðgóðra epla sem geta haft hagræna þýðingu. Víxlfrjóvgast auðveldlega við aðrar Malus-tegundir. == Eplin eru gott fóður handa dýrum, ekki síst fuglum.