Runni (eða lítið tré) sem verður allt að 4 m hár og álíka breiður, greinar bogsveigðar, breið-útstæðar, svart-brúnar. Lauf 3-6 sm, egglaga-oddbaugótt, odddregin, jaðrar stór-sagtenntir og með 3-5 flipa, einkum á sterklegum greinum, dökkgræn ofan, ljósari á neðra borði, dúnhærð beggja vegna, verða rauð eða gul með aldrinum. Blóm 2 sm breið, djúpbleik í knúbbinn, upplitast fljótt og verða að lokum hvít, krónublöð öfugegglaga. Aldin 0,5 sm, hnöttótt, rauð til gulbrún, eru á runnanum fram á vetur.
Uppruni
Japan
Harka
Z5
Heimildir
1, http://www.bluebelnursery.com
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í raðir, í beð, stök tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein plana sem sáð var til 2008, í uppeldi 2011.