Malus × schiedeckeri

Ættkvísl
Malus
Nafn
× schiedeckeri
Íslenskt nafn
Blóðparadísarepli
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
M. floribunda Van Houtte × M. prunifolia
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor, aldin síðsumars.
Hæð
3 m
Vaxtarlag
Villieplatré með drúpandi greinar og gljáandi, dökk græn lauf. Falleg hvít blóm með bleika slikju, rauð í knúbbinn. Aldinin skærrauð.
Lýsing
Lauffellandi runni allt að 3 m, minnir sjaldan á tré, Ársprotar uppréttir, dúnhærðir í fyrstu. Lauf egglaga, sagtennt, oftast með stórar tennur, skærgræn, ljósari dúnhærð á neðra borði. Blóm 4-5 sm í þvermál, hálffyllt, fölbleik, dekkri í knúbbinn, krónublöð 10. Aldin 1 sm, gul-appelsínugul, aldinleggur langur. Bikar langær, ;
Uppruni
Garðauppruni.
Harka
Z4
Heimildir
1, http://www.crowders.co.uk
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Stök, í raðir, í beð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum, en hefur verið sáð.