Malus × purpurea

Ættkvísl
Malus
Nafn
× purpurea
Yrki form
Lemoinei
Íslenskt nafn
Purpuraepli
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
M. atrosanguinea × M. × adstringens Zab. Niedzewetzkyana
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dumbrauð-fjólublá-bleikur
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 3 m
Vaxtarlag
Uppréttur, kröftugur runni.
Lýsing
Vaxtarlagið er runni, uppréttur, kröftugur og lauffellandi Laufið er breið-egglaga, grænt með tennur og birtast fallega purpuralit á miðju vori rétt eftir að rauðrófupurpura knúbbarnir opnast. Blómin einföld eða hálfofkrýnd, dumbrauð-fjólublá-bleik, koma rétt áður en laufin breiða úr sér, þau eru ilmandi og laða skordýr að sér. Aldin allt að 1,5 sm breið, dökkpurpura. Laufin verða gul að haustinu.
Uppruni
Yrki
Heimildir
1, http://www.vdberk.co.uk, http://www.learn2grow.com
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Notuð stök, sem götutré eða í limgerði. Úr litlu aldinunum má gera mauk eða hlaup.
Reynsla
Engin, en var sáð Lystigarðinum 1996.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Það þarf langt kuldatímabil að vetrinum til að mynda fjölda blóma að vorinu, en á hinn bóginn ef hlýtt er á veturna getur blómgunin orðið lítil eða engin. Fuglar elska aldinin og þau standa mánuðum saman á trjánum.