Malus × purpurea

Ættkvísl
Malus
Nafn
× purpurea
Íslenskt nafn
Pupuraepli
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
M. atrosanguinea × M. × adstringens Zab. Niedzewetzkyana
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpurarauður.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
3-7 m
Vaxtarlag
Stór, uppréttur runni eða lítið tré.
Lýsing
Stór runni eða lítið tré, sem verður 3-7 m hátt erlendis, kröftugt, ársprotar langir, börkur dökk rauð-svartur. Krónan er breið og hvelfd. Lauf 8-9 sm, egglaga, ydd, bogtennt, hærð beggja vegna, stundum flipótt á sterkbyggðum greinum, brúnrauð í fyrstu en verða græn, glansandi. Blóm stök, 3-4 sm breið, purpurarauð, lýsast fljótt. Aldin 1,5-2-5 sm, kúlulaga, purpurarauð. Bikar langær. Blómleggir langir.
Uppruni
Garðauppruni. (Frakkland 1900).
Harka
Z4
Heimildir
1, http://www.vdberk.co.uk
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Stök tré.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.