Tré, 5-7 m hátt. Stöku sinnum allt að 15 m, bolurinn greinist fljótt, krónan kúlulaga, gisin, ársprotar flókahærðir, þyrnalausir. Brum dúnhærð. Lauf 4-10 sm, oddbaugótt-egglaga, ydd eða snubbótt, grunnur hjartalaga, jaðrar bogtenntir, laufin dúnhærð í fyrstu en síðar hárlaus. Laufleggir allt að 3 sm. Blóm allt að 3 sm breið, hvít, verða bleik . Bikarflipar mjókka smám saman, dúnhærðir,sem og blómleggir og stílar, stílar að minnsta kosti dúnhærðir neðst. Aldin 2-6 sm, hnöttótt, græn, inndregin í báða enda.
Uppruni
Evrópa
Harka
Z3
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning. ---Fræi er best að sá að haustinu um leið og það er þroskað, geymið sáninguna í sólreit, það spírar oftast síðvetrar. Fræ sem hefur verið geymt þarf það að fá kuldameðferð í rökum mosa eða sandi í 3 mánuði við um 1°C og það ætti að sá því í sólreit strax við fáum fræðið í hendur. Það er óvíst að það spíri fyrr en eftir 12 mánuði eða meir. Dreifplantið hverri kímplöntu í sér pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla. Plönturnar eru hafðar í pottum í sólreit þangað til síðla vors næsta ár, gróðursettar í beð þegar þær eru orðnar nógu stórar, skýlt fyrstu árin.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar, stakstæð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2001, kól talsvert, einkum fyrstu árin.
Yrki og undirteg.
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Villiepli (M. pumila) er foreldri ræktaðra eplayrkja og er stöku sinnum ræktað vegna ætra epla, en líka til ágræðslu fyrir lítil tré. Til eru nokkur nefnd yrki. Mikil mótstaða gegn frosti og þurrki.