Fjölær jurt. Jarðstönglar langir, grannir, greinóttir, myndar breiður.Lauf 3-8 x 2,5-5 sm, breiðegglaga, djúphjartalaga við grunninn með breiða skerðingu, ydd eða langydd, hærð á neðra borði, að minnsta kosti eru neðstu laufin með greinilegan legg.
Lýsing
Blómstöngull 5-20 sm hár. Blómklasi 1-5 sm með 8-20 blóm. Blómhlífarblöð 1-3 mm. Aldin 5-6 mm, fölgræn og doppótt fyrst en að lokum rauð.