Hálf-jarðlægur runni með rótarskotum, allt að 50 sm hár.
Lýsing
Laufin allt að 25 sm, smálauf oftast 5, egglaga, misstór, grunnur næstum hjartalaga, oddur snubbóttur eða mjög snöggyddur, mattgræn ofan, nöbbótt neðan, blágræn í fyrstu, með 9-18 þyrnitennur á hvorri hlið. Blómin ilmandi, djúpgul í endastæðum klasa allt að 8 sm löngum í allt að 6 knippum. Aldin allt að 9 mm í þvermál blágrænblá, enginn stíll.
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2001, kelur stundum talsvert, til er önnur planta sem sáð var til 2010, er í sólreit.