Fjölæringur, sem getur orðið allt að 120 sm hár. Stönglar ferkantaðir, hárlausir.
Lýsing
Laufin mjó-bandlaga, odddregin, grunnur yddur. Blóm yfirleitt í pörum eða nokkur saman í gisnum, laufóttum klösum. Blómbotn allt að 6 mm, með aukabikarblöð jafnlöng og bikarfliparnir. Krónublöð purpurableik.
Uppruni
A Evrópa, Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Græðlingar að vori, skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Meðalharðgerð-harðgerð tegund, fjöldi yrkja er til, er ágæt til afskurðar.
Yrki og undirteg.
'The Rocket' er með skærbleik blóm. 'Rose Queen' er með bleikrauð blóm.