Fjölæringur, trékenndur neðst, allt að 120 sm hár, mjög greinóttir stönglar, kantaðir, að hluta með vængi.
Lýsing
Lauf oftast stakstæð, neðri lauf gagnstæð eða í krönsum með 3 lauf. Lauf aflöng-egglaga til bandlaga-lensulaga allt að 7,5 x 1,4 sm, legglaus. Blóm stök í blaðöxlum. Blómbotn grænn, allt að 7 mm með aukabikarblöð, 2 x lengri en bikarfliparnir. Krónublöð allt að 6,5 mm, purpuralit. Fræflar og frævur af tveimur stærðum, þau lengri standa fram úr blómunum.
Uppruni
A & M N Ameríka, Evrópa.
Harka
3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Fjölæringabeð, við tjarnir og læki.
Reynsla
Hefur reynst þokkalega bæði norðan og sunnanlands en blómgast fremur seint.