Dúnhærð, skriðul jurt, stönglar 50-160 sm háir, uppréttir.
Lýsing
Laufin 90-35 mm, gagnstæð eða í 3-4 laufa krönsum, egglaga til lensulaga, langydd með svartar doppur eða appelsínugula kirtla, laufleggir allt að 1 sm. Blómskipunin er endastæður skúfur, laufótt við grunninn, efri stoðblöð bandlaga, sýllaga. Bikar hálf lengd krónunnar, flipar þríhyrndir, lensulaga, jaðrar rauðir, smárandhærðir. Króna allt að 10 mm í þvermál, skærgulur, stíll skammær. Aldin allt að 5 mm, hnöttótt.