Lysimachia vulgaris

Ættkvísl
Lysimachia
Nafn
vulgaris
Íslenskt nafn
Strandskúfur
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-160 sm
Vaxtarhraði
Meðalhraður.
Vaxtarlag
Dúnhærð, skriðul jurt, stönglar 50-160 sm háir, uppréttir.
Lýsing
Laufin 90-35 mm, gagnstæð eða í 3-4 laufa krönsum, egglaga til lensulaga, langydd með svartar doppur eða appelsínugula kirtla, laufleggir allt að 1 sm. Blómskipunin er endastæður skúfur, laufótt við grunninn, efri stoðblöð bandlaga, sýllaga. Bikar hálf lengd krónunnar, flipar þríhyrndir, lensulaga, jaðrar rauðir, smárandhærðir. Króna allt að 10 mm í þvermál, skærgulur, stíll skammær. Aldin allt að 5 mm, hnöttótt.
Uppruni
Evrópa, Asía.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skrautblómabeð, við tjarnir.