Lychnis flos-cuculi

Ættkvísl
Lychnis
Nafn
flos-cuculi
Íslenskt nafn
Munkahetta
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölpurpura.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-60(-75) sm
Vaxtarlag
Lítt hærð, fjölær jurt, með jarðlæga blómlausa stöngla. Uppréttir og greinóttir blómstönglar, allt að 75 sm háir.
Lýsing
Grunnlaufin öfuglensulaga til spaðalaga, með legg. Stöngullauf bandlensulaga, samvaxin við grunninn. Blómskipunin strjálblóma í skúf, blómin stór á grönnum blómlegg. Bikar 5-6 mm, krónutungan 12-15 mm, fölpurpura, djúp 4-kleyf með mjóa, misstóra, útstæða flipa.
Uppruni
Evrópa, Káksus, Síbería, einnig á Íslandi.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Erlendis fást ofkrýnd afbrigði með rauð og hvít blóm.