Fjölær, grasleit tegund, allt að 60 sm há, lausþýfð.
Lýsing
Grunnlauf bandlaga, allt að 30 x 0,4 sm, flöt, strálauf allt að 20 sm. Skúfur gisinn, með allt að 20 blómhnoðu. Blómhlífarblöð allt að 5 mm, móhvít, misstór, hvassydd. Frjóhnappar ögn styttri en frjóþræðirnir. Hýði allt að 2,5 mm, hnöttótt, fræ 1,5 mm, rauðbrún.
Uppruni
M Evrópa, Alpafjöll
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð,í blómaengi, við tjarnir og læki, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð. Þrífst vel í Lystigarðinum. Ágæt til afskurðar.