L. nemerosa (Pollice) E. Mey; L. albida (Hoffm.) DC.
Lífsform
Fjölær, grasleit tegund.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Móhvítur, bleikur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 65 sm
Vaxtarlag
Grasleit tegund, allt að 65 sm há, lausþýfð.
Lýsing
Grunnlauf, allt að 6 mm breið, flöt, með löng hár. Blómskipunin hálfsveipur, í gisnum eða þéttum blómhnoðum með 2-10 blóm. Blómhlífarblöð allt að 3,5 mm, móhvít eða bleik, innri hlutarnir lengri en þeir ytri, hvassyddir, frjóhnappar allt að 3 x lengd frjóþráðanna. Hýði egglaga, fræ allt að 1,2 mm, dökkbrúnt.