Lunaria rediviva

Ættkvísl
Lunaria
Nafn
rediviva
Íslenskt nafn
Mánasjóður
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurarauður.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
60-120 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há.
Lýsing
Laufin egg-lensulaga, fíntennt, hjartalaga, ekki legglaus efst á stönglinum. Blómin ilmandi, krónublöð 15-25 mm, purpurarauð. Aldin 20-70 x 15-35 mm, aflöng-bogadregin, mjókka að grunni og í toppinn, hálf-gagsæ þegar fræin eru fullþroskuð.
Uppruni
M & S Evrópa.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Er til í Reykjavík og þrífst þar bærilega í skjólgóðum görðum (H. Sig.). Þrífst vel í Lystigarðinum.