Lonicera xylosteum

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
xylosteum
Íslenskt nafn
Dúntoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
Lonicera segreziensis Lavallee ex Dippel
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi
Blómalitur
Gulhvítur
Blómgunartími
Sumar
Hæð
-3 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 3 m hár.
Lýsing
Laufin 3-7 sm, egglaga til öfugegglaga eða aflöng, hvassydd eða odddregin, öll dúnhærð. Blómin um mið eða neðri hluta smágreinanna. Króna 1 sm, gulhvít, oft með rauða slikju, með tvær varir, efri vörin klofin að ¼ til 1/3. Fræflar dúnhærðir, við grunninn. Stíll dúnhærður. Ber íflöt-hnöttótt, rauð, sjaldan gul.
Uppruni
Evrópa, Kákasus, Síbería, Kína.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í óklippt limgerði, í þyrpingar, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1988 og gróðursettar í beð 1994 og 2004, mjög fallegar plöntur sem þrífast vel og kala mjög lítið.