Lonicera × xylosteoides

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
× xylosteoides
Íslenskt nafn
Dvergdúntoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
L. tatarica × L. xylosteum
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósrauður.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Uppréttur, mjög greinóttur, lauffellandi runni, allt að 2 m hár. Greinar með stinn dúnhár.
Lýsing
Lauf allt að 6 sm, breið-oddbaugótt, egglaga eða öfugegglaga, randhærð og dúnhærð ofan og neðan, blágræn. Blómin ljósrauð, dúnhærð Stíll hærður. Berin samvaxin neðst, gul til rauð ;
Uppruni
Blendingur fyrir 1838, Tékkóslóvakía
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- eða sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í kanta, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta og ein planta, sem sáð var til 1979 og gróðursett í beð 1981, báðar þrífast vel. Auk þess eru til tvær plöntur sem sáð var til 2006 í uppeldisreit.