Lonicera × tellmanniana

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
× tellmanniana
Íslenskt nafn
Álfatoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
L. sempervirens × L. tragophylla
Lífsform
Lauffellandi vafrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Sterkappelsínugulur.
Blómgunartími
Sumar.
Vaxtarlag
Kröftugur, lauffellandi, klifrandi runni, smágreinar hárlausar, grænbrúnar.
Lýsing
Lauf allt að 10 sm, egglaga til aflöng, verða djúpgræn ofan, hvíthrímug neðan, efstu blaðpörin samvaxin í oddbaugótta skífu. Blómskipunin í endastæðum hvirfingu. Krónupípan 4,5 sm, sterk appelsínugul.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- eða sumargræðlinar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum var keypt ein planta 1997, er ekki lengur til (2012).