Lauf allt að 3 sm, öfugegglaga til aflöng, oftast hvassydd. Grunnur fleyglaga, jaðrar randhærðir, lítið eitt langhærð ofan og á æðastrengjum á neðra borði, að öðru leyti hárlaus á neðra borði. Króna allt að 1,4 sm, mjó, dálítið útblásin við grunninn, hvítgul, verður bleik. Stoðblöð sýllaga. Blómleggir allt að 3 sm langir. Berin hangandi, hálfsamvaxin.
Uppruni
Kína (Kansu, Sichuan, Hupeh, Yunnan).
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2004.