Lauffellandi runni, allt að 3 m hár, tígulegur, mikið greinóttur. Ungir sprotar grannir, hárlausir.
Lýsing
Lauf tvö og tvö eða þrjú og þrjú saman, allt að 2,5 sm × 9,5 mm, aflöng eða egglaga, snubbótt eða breiðydd, bogadregin eða dálítið hjartalaga við grunninn, mattgræn, dálítið bláleit, hárlaus. Laufleggur 2 mm. Blóm 12,5 mm, tvö og tvö saman, dauflilla, ilmandi. Bikarblöð lensulaga, krónupípa bjöllulaga, allt að 8 mm, dúnhærð innan. Berin rauð.
Uppruni
Kína, Tíbet.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntu undir þessu nafni, sem sáð var til 1979 og gróðursett í beð 1987 og önnur sem sáð var til 1989 og gróðursett í beð 2004, báðar kala ögn árlega