Lauf allt að 8 × 5 sm, oddbaugótt eða ögn öfugegglaga, djúpgræn og glansandi ofan, blágræn - bláleit, og oft dúnhærð neðan, efstu 1-2 laufpörin samvaxin, mynda kringlóttar-aflangar skífur. Laufleggir 6,5 mm. Blómin sterk skarlats-appelsínugul utan, gulari innan, í 3-4 krönsum, sem skarast. Króna allt að 5 sm, með 5 eins krónublöð. Berin skærrauð.
Uppruni
A & S Bandaríkin
Harka
3
Heimildir
1, http://www.wildflower.org
Fjölgun
Sáning, græðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Á klifurgrindur, á húsveggi.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1989 og gróðursett í beð 1991. Hefur kalið lítið eitt gegnum tíðina.