Lonicera ruprechtiana

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
ruprechtiana
Íslenskt nafn
Heiðatoppur (Gresjutoppur)
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur, verður gulur.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
2-3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, marggreindur/umfangsmikill runni, allt að 3 m hár. stundum allt að 6 m hár. Ungir sprotar dúnhærðir.
Lýsing
Lauf 10 × 4 sm, egglaga til aflöng, oddur oft mjó-odddreginn, mjókkar að grunni, dökkgræn ofan, ljósari neðan og dúnhærð neðan og í grópum eftir æðastrengjum á efra borði. Laufleggir eru allt að 6,5 mm. Blómin hvít, verða gul, eru axlastæð, tvö og tvö saman, blómleggir allt að 2 sm. Króna er með tvær varir, klofin til hálfs eða að 2/3, 2 sm, hárlaus utan. Berin 8,5 mm í þvermál, skærrauð, hálfgagnsæ.
Uppruni
NA Asía, Manchuria, Kína.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar' og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar, í limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta og önnur sem sáð var til 1979, og gróðursett í beð 1981. Sú gamla kelur ekkert en hin dálítið flest ár. Einnig eru til þrjár plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1980 og gróðursettar voru í beð 1986-1987. Þar kala ögn sum árin.
Yrki og undirteg.
Lonicera ruprechtiana 'Xanthocarpa' - lauf Þétt dúnhærð, blóm lítil, berin gul