Lonicera ramosissma

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
ramosissma
Íslenskt nafn
Flækjutoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
Lonicera torigatayamensis
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Mjög greinóttur runni með grannar greinar, ungar smágreinar með stutt, mjúk hár eða næstum hárlausar.
Lýsing
Lauf egglaga eða oddbaugótt eða breið-egglaga. 2-4 sm löng, 1-2,5 sm breið, ydd eða snubbótt, bogadregin eða snubbótt-bogadregin við grunninn, oftast með aðlæg dúnhár á efra borði, bláleit og með innsveigð hár á neðra borði. Laufleggir 2-3 mm langir, blómleggir grannir, 1,5-2,5 sm langir, dúnhærðir eða hárlausir. Stoðblöð lensulaga, 1,5-3 sinnum lengri en egglegið. smástoðblöð samvaxin, öfughjartalaga, mynda flipa sem er hálf lengd egglegins. Bikarblöð mjög stutt. Króna trektlaga, fölgul, oft með lítið eitt af mjúku hári á ytra borði, 12-15 mm löng, trektin er löng, hliðskökk. Stíllinn nær langt út úr blóminu. Berin eru rauð.
Uppruni
Fjöll í Japan (Honshu, Shikoku).
Heimildir
16, http://www.agbina.com
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1983 og gróðursettar í beð 1988. Hafa kalið mismikið öll árin.